Kosningabaráttan var að mestu háð í sjónvarpi, í fjölmennu uppistandi að hætti sjónvarpsþáttarins Borgen. Sjónvarp er kaldur miðill, þar sem fólk má ekki skipta skapi eins og gerðist í einu tilviki í Borgen. Mjög fróðlegur þáttur um framkomu. Slíkt gengur á útifundum og á prenti, ekki í sjónvarpi. Reiðir menn með grettur fæla frá sér. Þannig töpuðu ýmsir flokkar heimila og stjórnarskrár. Fulltrúar þeirra kunnu ekki þau almannatengsli að stilla skap sitt á skjánum. Enda náði ekkert þessara framboða neinum fulltrúa á alþingi. Fylgisleysi þeirra var svo yfirþyrmandi, að málefni þeirra eru steindauð.