Til skamms tíma ætluðu Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka að virkja jarðhita til raforku út um allar trissur. Skálduð orkugeta hvers svæðis var notuð í samlagningu. Nú kemur í ljós, að orkan fjarar út. Hellisheiðarver þarf að fá orku Hverahlíða. Verkfræðigreyin segja, að þetta hafi alltaf verið vitað. Ævinlega þurfi að bora meira og meira til að halda óbreyttri orku. Einmitt. Þegar búið er að nota orkuna frá Hverahlíðum sem varadekk undir þverrandi orku frá Hellisheiðarveri, hvaðan á þá að fá orku í Hverahlíðaver í stóra dæmið? Og svo framvegis? Bara Framsóknar-Höskuldar trúa, að rugl gangi upp?