Reikningnum verði splittað

Punktar

Ég hefði gjarna viljað sjá útreikning á vísitölubólu hrunsins. Sjá hversu mikil upphæð er í mismun á núverandi lánskjaravísitölu og annarri vísitölu, sem ekki fæli í sér óviðkomandi atriði. Eins og til dæmis skatta og álögur. Síðan mætti skipta niðurstöðutölunni í tvennt. Láta lánveitendur taka á sig helminginn af mismuninum og lánþega hinn helminginn. Á veitingahúsum heitir það að splitta reikningnum. Ekki veit ég, hvað kemur út úr svona dæmi, en get ímyndað mér, að 5% af upphæðum húsnæðisskulda stafi af skakkri vísitölu. Og það er tillaga mín, að þannig verði létt nokkru af byrðum skuldara.