Undarleg er ferð nokkurra reisuglaðra þingkvenna til Sádi-Arabíu. Það er eitt mesta afturhaldsríki heims, lýtur trúarstjórn Wahabíta, sem beinlínis hata konur. Hvergi í heiminum eru kvenréttindi minni en í Sádi-Arabíu. Þar á ofan er þingið þar handvalið og valdalaust. Mér er fyrirmunað að skilja, hvers vegna forseti íslenzks Alþingis fer með þingkonum til að heimsækja einmitt þetta guðs volaða þing í ríki, sem hefur ekkert við sig nema olíuna. Ferðin er ekki bara pólitísk mistök, heldur hrein heimska, sem er hálfu verra. Með eða án slæðunnar, sem þær skörtuðu.