Reki hleðst upp

Punktar

Reki hleðst í fjörur á Ströndum og Melrakkasléttu. Enginn hirðir lengur um stórviði. Enginn byggir lengur stórhýsi úr rekavið eins og á Grjótnesi á Sléttu. Fáir kljúfa viði niður í staura, því að betri staurar fást á hundraðkall í búð. Rekinn safnast bara upp. Fólkið er að mestu flutt eftir björginni á mölina og bæirnir standa eftir sem sumarhús fjölskyldna og ætta. Þær geta ekki nýtt rekann. Á landnámsöld voru flest hús á landinu smíðuð úr rekavið. Þá voru strendur Dumbshafs með mikilvægustu hlunnindum landsins. Og smám saman verður ströndin eins og hún var við landnám.