Rekinn fyrir sönn orð

Punktar

Eason Jordan, fréttastjóri CNN, hefur verið rekinn. Synd hans var, að hann er talinn hafa haldið því fram í ræðu á Davos-ráðstefnunni frægu, að bandaríski herinn hafi af ásettu ráði drepið blaðamenn í Írak. Hann er sagður hafa lýst yfir, að sumir yfirmenn í hernum hati blaðamenn og vilji kála þeim. Margir muna líka, að herinn réðist á aðsetur blaðamanna í Bagdað, Palestine Hotel. Cathy Young skrifar um þetta í Boston Globe. Athyglisvert er, að ítrekaðar fullyrðingar Jordan hafa enga athygli fengið hjá Alþjóðasambandi blaðamanna eða skyldum stofnunum.