Rekum alla bankatoppana

Punktar

Laun í bönkum eru siðlaust há. Einkum eru það brenglaðir toppar, sem hafa hærri laun en siðlegt er í þjóðfélaginu. Bankarnir eru líka alltof stórir miðað við umsvif þeirra að loknum sápukúlublæstri. Einfalt ráð er við þessu. Helztu stjórar í bönkum eiga að fara. Þannig má spara há laun og losna við hrunverja með brenglað siðferði. Með því að reka yfirstéttina úr bönkunum sparast mikið fé. Ráða þarf nýtt fólk á siðlegum launum í tíunda hvert stjórnunarstarf að loknu siðgæðisprófi. Ekki reka skúringafólkið, heldur skera allan launatoppinn ofan af bönkunum. Alla, sem hafa “stjóri” í titli.