Rennur af Evrópu

Punktar

Hið höfuga hanastél heimsóknar Rice og Bush til Evrópu er nú að renna af leiðtogum álfunnar. Ekkert hefur breytzt í stefnu Bandaríkjanna. Þau líta enn á sig sem einveldi alls heimsins, er öllu eigi að ráða. Nú hefur mesti fanatíkus stefnunnar, John Bolton, verið skipaður fulltrúi þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Sjálfur minkurinn fer í hænsnabúið. Sidney Blumenthal skrifar um þetta í Guardian. Nú fer að renna upp ljós fyrir öðrum ráðamönnum í Evrópu en Davíð og Halldór, Bush og Berlusconi, að andstöðu við bandarísk stefnumál þarf að setja efst í forgangsröð utanríkismála.