Renta af auðlindum

Punktar

Þegar fólk og fyrirtæki flykkjast í takmarkaða auðlind, rýrnar hún að lokum og tapar verðgildi. Þjóðin felur ríkinu að skammta aðgengi til að vernda verðgildi auðlindarinnar. Tekur gjald fyrir þjónustuna, auðlindarentu eða annan skatt. Færri fá en vilja. Allt, sem þróast með slíkum hætti, köllum við auðlind; haf og land og aðstæður. Hún getur verið matur, orka, fegurð og fleira. Sé hamlað gegn markaðsmisnotkun, ákveðst rentan bezt með uppboði leyfa á frjálsum og opnum markaði. Lysthafendur ákveða þá, hvað þeir vilja borga fyrir aðganginn. Þannig næst FULL auðlindarenta, miklar auðlindir nýtast til velferðar borgara.