Svo hart eru repúblikanar leiknir af hneykslum, að jafnvel öfgatrúarmenn eru að yfirgefa þá. Verst var, að yfirmenn flokksins í þinginu létu sig árum saman engu skipta, að einn þingmaður flokksins elti þingverði og skrifaði þeim kynóra. Nokkrir þingmenn repúblikana fylgja falli braskarans Jack Abramoff. Víða um Bandaríkin eru frambjóðendur flokksins flæktir í fjárglæfra, til dæmis með þeim árangri, að Ohio hefur breyzt úr rauðu ríki í blátt demókrataríki. Svo langt gengur fylgishrunið, að Bush þarf helzt að fara í nýtt stríð til að laga stöðuna.