Rétt hjá Davíð

Punktar

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri hefur enn rétt fyrir sér, þegar hann gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir óstöðuga hagstjórn. Auðvitað er rangt að lækka vask á völdum vörum, heldur átti að jafna vaskinn yfir línuna, til dæmis í 18% á öllum vörum og allri þjónustu, þar með töldum mat. Og auðvitað er í meira lagi óstöðugt að vera árum saman til skiptis að auka framlög til vegagerðar og draga úr þeim aftur. Aðgerðir stjórnvalda að þessu sinni stafa af hræðslu við kosningar og þáttöku í yfirboðum flokkanna. Eðlilegt er, að Seðlabankinn vari við þessari linkind.