Geirfinnsmálið er óleyst og verður óleyst. Engin lík fundust og engin sönnun fyrir glæp neins. Bara ógildar játningar og líkur, sem núna væru ekki taldar nægja til að fella dóm. Réttarfari í landinu hefur sem betur farið fram á þessum áratugum. Því er rétt að taka það formlega upp að nýju til að hreinsa loftið. Við verðum þó að viðurkenna, að kerfi þess tíma var barn þess tíma. Og dómar þess tíma voru barn þess tíma. Vitum núna meira og viljum strangari skilyrði til sakfellingar. Þetta er eins og með hrunið. Þjóðfélagið hefur gott af að stanza um stund og hugleiða gerendur og þolendur fyrri mistaka.