Vinni Ísland IceSave málið fyrir dómstóli Evrópska efnahagssvæðisins, nægir þrotabú Landsbankans fyrir skuldinni. Tapi Ísland málinu, þurfum við strax að borga. Kannski þurfum við líka að borga hærri vexti. Í öllu falli eigum við ekki fyrir greiðslunni. Við gætum það á löngum tíma, en ekki á einum degi. Til þess eigum við ekki gjaldeyri. Þetta heitir greiðslufall, fremur en gjaldþrot, sem var orðið, er ég notaði í gær. Flóknara ferli er á bak við gjaldþrot en greiðslufall. Hugsanlegt er að semja sig frá bráðasta vandanum. Ljóst er þó, að neikvæður dómur veldur okkur vanda í utanríkisviðskiptum.