Réttar veiðistengur

Punktar

Veiðistöng beygist svona: Stöng – stöng – stöng – stangar – stengur – stengur – stöngum – stanga. Ekkert er rangt við að nota orðið stengur með e í nefnifalli og þolfalli fleirtölu. Það kemur ekki neitt við stangveiði með a. Að vísu má líka nota stangir – stangir. Hljóðbreytingar íslenzku eru sérstakt fag og ekki á færi hvaða almannatengils sem er. Skynsamlegra er að láta fræðimenn í sagnfræði íslenzkunnar um að gagnrýna auglýsingar stangveiðimanna um veiðistengur.