Réttarríkið er ekki hér

Punktar

Dómsmálaráðherra segir í viðtali við Viðskiptablaðið, að “borgararnir verði að geta reitt sig á réttarríkið.” Aðstæður eru því miður ekki þannig og hafa ekki verið á minni löngu ævi. Dómstólar dæma út og suður og hafa lög og siði að engu. Ég mundi fremur vilja hlutkesti en leggja mál fyrir íslenzkan dómstól. Sama er að segja um lögguna. Ég mundi aldrei hringja í lögguna út af neinu. Mundi bara lenda í einhverjum yfirborguðum fasista, sem dreymir um rafbyssur. Og yfir öllu löggukerfinu er ríkislöreglustjóri, sem dreymir um háþrýsti-skriðbíla. Réttarríkið er því miður engan veginn á Íslandi.