Rétti tíminn fyrir þorskinn

Punktar

Nú er rétti tíminn til að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Skriffinnar þess hafa áttað sig á, að fiskveiðistefna þess er stórslys. Sérstaklega hefur hrun þorskstofnsins vakið athygli. Fjölmiðlar í Evrópu, þar á meðal BBC, fjölyrða um, að annað sé uppi á teningunum á Íslandi. Þar séu menn raunsæir og hafi skorið róttækt niður kvótann á nýju fiskveiðiári. Nú getum við farið til Bruxelles og bent á, að Íslendingar kunni að passa fiskinn, en Evrópa geti það alls ekki. Við getum sagt, að bezt sé að fela okkur að sjá um fiskveiðistefnu bandalagsins. Evrópa getur ekkert sagt gegn því.