Réttlæti dagsins

Fjölmiðlun

Blaðamennirnir Sigurjón M. Egilsson og Erna Hlynsdóttir voru í gær sýknuð í meiðyrðamáli. Samt urðu þau að borga 400.000 krónur í málskostnað. Kærandi var kókaínsmyglarinn Rúnar Þór Róbertsson. Tapaði meiðyrðamálinu, en borgar samt ekki málskostnað. Þú borgar fyrir hann. Stafar af Birni Bjarnasyni, fyrrum dómsmálaráðherra. Sá gaf kókaínsmyglaranum gjafsókn til að hefnast á fjölmiðlungum. Nýr ráðherra, Ragna Árnadóttir, féll ekki frá gjafsókn, þótt hún væri augljóst gerræði. Nú hefur héraðsdómur bætt um betur, úrskurðaði fjölmiðlungunum ekki bættan málskostnað. Það er réttlæti dagsins á Íslandi.