Réttlæti og ranglæti

Punktar

Réttlæti felst ekki að halda fram hagsmunum eins hóps á kostnað annarra. Við eigum réttara orð yfir slíkt: Hagsmunagæzla. Margir flytja eiginhagsmuni meðaltekjufólks, sem fór offari í blöðruhagkerfinu. Slíkt er ekki réttlæti, heldur hagsmunir. Þegar menn segja, að stjórnvöld séu að drepa miðstéttina, er það ekki réttlæti, heldur hagsmunagæzla. Þegar menn neita kerfisbundið að nefna, hvar kostnaður lendir, og tala bara um banka, heitir hann Þór Saari. Þegar tjóni er skipt, verða allir að bera skarðan hlut frá borði. Tölum því um réttláta skiptingu tjónsins. Munum, að réttlæti eins er ranglæti annars.