Réttlætið virkar ekki

Punktar

Lögleysa hefur vaxið í samfélaginu, því að fólki finnst ekki vera neitt réttlæti í kerfinu. Málningu er úðað á eignir þeirra, sem grunaðir eru um svindl og svínarí upp á tugi og hundruð milljarða. Fólki finnst súrt, að þeir valsi um eins og ekkert sé. Því finnst ríkiskerfið í staðinn valta yfir fátæka. Þess vegna tekur fólk lögin í eigin hendur. Þetta er dæmigert fyrir samfélag, þar sem rof hefur orðið milli stétta. Meðan kerfið er bara fyrir þá ríku, sem ögra fátæklingum, verður engin sátt um spekt í samfélaginu. Ríkiskerfið þarf að sannfæra ofsareiðan almenning um, að réttlætið virki.