Bandaríkin og Bretland hafa í kyrrþey komið á fót eigin vopnaleitarliði til að finna bönnuð vopn í Írak og hefur það farið vítt og breitt um landið til reyna að finna réttlætingu fyrir innrásinni. Þetta upplýstu Nicholas Watt, Owen Bowcott og Richard Norton-Taylor í Guardian. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur af þessu gefna tilefni ítrekað, að einungis vopnaleitarnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi umboð til slíkrar leitar. Hans Blix, yfirmaður þeirrar nefndar, segir í viðtali við El Pais í Madrid, að Bandaríkin og Bretland hafi engan áhuga haft á vopnaleit Sameinuðu þjóðanna og reynt að framleiða fölsuð sönnunargögn gegn Írak til að réttlæta árásina. Hann sagði, að Írakar hafi nú þjáðst mikið, af því að vopnaleitarnefndinni hafi ekki verið leyft að ljúka störfum. Paul Rogers prófessor við Bradford háskóla segir, að fólk muni ekki trúa uppljóstrunum einkanefndar Bandaríkjanna og Bretlands, af því að þessi ríki séu málsaðilar.