Réttlát valdaskil pólitísk

Punktar

Ofan á þjóðargjaldþrot hefur Flokkurinn líka misst pólitíkina úr höndum sér. Samfylkingin sættir sig ekki lengur við, að tákngervingur hrunsins, Davíð Oddsson, haldi velli í Seðlabankanum. Eina von Geirs Haarde í erfiðri stöðu er að losa sig við afkastamesta brennuvarginn. Það kann jafnvel ekki að duga Flokknum, því að Samfylkingin vill kosningar sem allra fyrst. Á þeim vettvangi slátrar þjóðin Flokknum, sem tróð kreppunni upp á hana í þágu nýfrjálshyggju. Geir hefur spilað illa úr spilum sínum í heilan mánuð. Spilaði frá sér trausti, þjóð og pólitík. Pólitísk valdaskil eru réttlát.