Samtökin 78 hafa kært Gunnar Þorsteinsson, predikara í Krossinum, fyrir rangar skoðanir í Mogganum gegn því, að hommar og lesbíur fái að ala upp börn. Gunnar fylgir í þessum efnum ekki félagslegum rétttrúnaði og því telja samtökin hann ekki mega tala. Það er hluti af sósíalfasisma nútímans, að skoðanir eru fordæmdar og dregnar fyrir dóm. Er þó ekkert óvenjulegt, að sértrúarsöfnuðir hafi sérstakar og gamaldags skoðanir á breytingatíma. Það er út í hött að sækja Gunnar til saka fyrir meiðyrði. Málið gegn Gunnari er álitshnekkir Samtakanna 78.