Rétttrúnaður góðviljaðra

Punktar

Rétttrúnaður góðviljaðra verður stundum svo magnaður, að hann ýtir staðreyndum til hliðar, setur hjáreyndir í hásæti. Hjáreyndir eru ekki bara vandi Trumpista, heldur líka sumra rétttrúaðra. Gerðist í Svíþjóð, þar sem yfirvöld, lögreglan og hefðbundnir fölmiðlar sammæltust um að vernda múslima. Fela glæpi þeirra til að stöðva múslimahatur. Svo margir koma að samsærinu, að það er farið að hripleka. Nú síðast lýsti lögga, sem er að fara á eftirlaun í Málmey, að hann sé að gefast upp. Allur sólarhringurinn fari í aðlögunarvanda múslima, nauðganir og ofbeldi. Peter Springare verður rekinn fyrir múslimahatur. En samsærið lekur enn hraðar.
(Gúglið t.d. „muslim problems in sweden“ og finnið bæði staðreyndir og hjáreyndir)

Löggga í vanda