Rétttrúnaður jafngildir lygi

Fjölmiðlun

Fjölmiðlar taka þátt í félagslegum rétttrúnaði. Sumir þeirra ganga langt í að þyrla upp ryki til að dylja sannleikann. Þannig hafa aðeins 24 stundir sagt frá þeirri niðurstöðu rannsóknar, að útlendingar fremji fjórum sinnum fleiri afbrot á mann en innfæddir. Morgunblaðið segir í dag frá ráðstefnu félagslegs rétttrúnaðar um stöðu innflytjenda. Segir frá erindi Rannveigar Þórisdóttur, en sleppir niðurstöðu hennar: Að útlendingar fremja fjórum sinnum fleiri glæpi en innfæddir. Þessi fölsun Elvu Bjarkar Sverrisdóttur blaðamanns stafar af, að niðurstaðan þóknast ekki félagslegum rétttrúnaði.