Rétttrúnaður og uppreisn
Pólitískar andstæður eru aðrar en í fornu Róm. Valdshyggjumenn, hræsnarar og patrísear eru í andstöðu við uppreisnarmenn, sem telja allt vald spilla. Forvitnir fylgismenn félagslegs rétttrúnaðar hallast sumir að valdshyggju, aðrir að valdsótta. En almennt eru þeir andvígastir plebejum, saka þá um hvers kyns fordóma. Milli patrísea og plebeja eru hins vegar leyniþræðir, því að patrísear vilja hafa plebeja til að vinna fyrir sig. Landinu hefur lengi verið stjórnað í samstarfi patrísea og félagslega rétttrúaðra. Þeir stjórna líka fjölmiðluninni, með kjörorðinu: Oft má satt kyrrt liggja.