Réttvísin virkar ekki

Punktar

Kókmálið er dæmi um það, sem gerist, þegar réttvísin virkar ekki. Umboðsmenn kóks á Norðurlöndum komast upp með að hóta Kaupþingi að stinga undan eignum Vífilfells. Það er að segja sjálfu átöppunarleyfinu. Ef Þorsteinn M. Jónsson fái ekki áfram að reka Vífilfell. Samt nema skuldir hans þrettán milljörðum króna, nærri þrefaldri ársveltu. Hann er ófær um að reka Vífilfell. Ef hann sæti inni og gefin væri út handtökuskipun á umboðsmenn kóks á Norðurlöndum, væru þeir ekki svona hrokafullir. Menn, sem hóta að rýra eignir Vífilfells, eiga heima í fangelsi. Þeir eru einfaldlega þjófar og eiga að sæta handtöku.