Reyðarfell

Frá Oddsstöðum í Lundareykjadal austur fyrir Reyðarfell að Hrísum í Flókadal.

Oddsstaðir eru miðstöð hestaferða um Borgarfjörð og Löngufjörur. Leiðin fyrir Reyðarfell er hliðarleið inn á Hálsaleið um Borgarfjarðardali.

Förum frá Oddsstöðum austur fyrir Hrafnatjarnahæðir. Beygjum norðnorðaustur um skarð austan hæðanna að Reyðartjörn suðaustanverðri í 280 metra hæð. Förum austur og síðan norður með Reyðarfelli austanverðu norður fyrir fellið. Síðan norðvestur með Engjadalsá að Hrísum í Flókadal.

10,8 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Hálsaleið, Húsafell, Reyðarvatn, Grímsárbugar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson