Reykbann þenst út vestra

Punktar

Þar sem við hermum flest eftir Bandaríkjamönnum, má vonast til, að sá tími renni upp, að maður geti heimsótt kaffihús án þess að vera baðaður í tóbaksreyk. Nýja borgarjóranum í New York, Michael Bloomberg, er um það bil að takast að sannfæra borgarstjórnina um að víkka reykingabann, sem áður gilti á veitingahúsum, þannig að það gildi einnig á börum borgarinnar. Slíkt bann gildir raunar þegar í Kaliforníu og hefur ekki dregið úr aðsókn að þessum stofnunum, þótt eigendur þeirra hefðu aður haldið slíku fram. Mótbárur kollega þeirra í New York eru því ekki þungar á metunum í umræðum borgarstjórnar. Kvörn skynseminnar malar hægt en örugglega.