Loksins er búið að banna reykingar á kaffihúsum. Ég er að hugsa um að taka mér frí og fara á röltið til að prófa gæði á espresso-bollum á ýmsum stöðum. Mig hefur langað til að gera það, en hef ekki treyst mér í kófið. Sennilega leyfi ég þó einum mánuði að líða, því að fýlan er lengi að fara úr húsbúnaði. Tóbaksfýla minnir mig á aðra vonda fýlu, það er bjórfýluna. Ég get ekki metið, hvort verra er að tala við fólk, sem stinkar af tóbaki, eða fólk, sem stinkar af bjór. Sérstaklega er óþægilegt að tala við konur, sem stinka. Þetta eru ókvenlegar fýlur. Bezt væri að banna bjórinn líka.