Reykjafjarðarháls

Frá Þaralátursfirði til Reykjafjarðar á Ströndum.

Heitar uppsprettur og sundlaug eru í Reykjafirði. Samkvæmt Vestfjarðavefnum er farið mun utar og austar í Þaralátursfirði og er leiðin þá styttri um hálsinn. Þar er henni lýst frá suðri til norðurs og segir svo: “Gengið er um skarð milli kletta og upp á Reykjafjarðarháls frá sundlauginni í Reykjafirði. Þaðan er leiðin vörðuð yfir til Þaralátursfjarðar. Komið er niður við svonefnda Viðarskálavík þar sem sjá má rústir gamalla beitarhúsa. Hlíðin inn í fjarðarbotninn er stórgrýtt og því er betra að ganga ofarlega í Steinbogahlíð og fylgja gömlum fjárgötum þar til komið er niður að Steinbogalæk rétt utan við Sandshorn. Hægt er að vaða ósinn á fjöru, annars þarf að fara ofar en það er mun torfærara.” En ég lýsi leiðinni aðeins öðruvísi eins og hún er á herforingjaráðskorti.

Byrjum í Þaralátursfirði. Förum suður fyrir lónið vestanvert að Óspakshöfða. Þaðan förum við um sneiðing suður og síðan austur á Reykjafjarðarháls í 140 metra hæð. Síðan áfram norðaustur brekkurnar niður að gistihúsinu í Reykjafirði.

5,5 km
Vestfirðir

Skálar:
Reykjarfjörður: N66 15.425 W22 05.372.

Nálægar leiðir: Fossadalaheiði, Þúfur, Skjaldabjarnarvík, Svartaskarð, Furufjarðarnúpur, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort