Reykvíkingar borgi tvöfalt

Punktar

Ef Reykjavíkurborg ábyrgist að sínum hluta skuldbindingar Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar sem minnihlutaeigandi í fyrirtækinu, hengir hún Reykvíkinga framtíðarinnar á tvöfaldan klafa. Sem skattgreiðendur þurfa þeir að standa undir skuldbindingum ríkisins og sem útsvarsgreiðendur þurfa þeir að standa undir skuldbindingum borgarinnar. Þar sem Reykvíkingar eru vanir að láta pólitíkusa sparka í sig í þágu byggðastefnu, fer vel á því, að þeir fái tvöfalda refsingu fyrir dýrustu aðgerð smábyggðastefnunnar.