Hún var sigur Sjálfstæðisflokksins, ekki Samfylkingarinnar eða Vinstri grænna. Skoðanakönnunin um fylgi flokkanna í borgarstjórn gaf Sjálfstæðisflokknum 41% fylgi, mest fylgi allra flokka. Þetta nægir að vísu ekki til nýs meirihluta, enda er slík útkoma ólíkleg um alla fyrirsjáanlega framtíð. … Í ríkisstjórn hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið rustalega fram við fólk, haldið með hinum ríku á kostnað hinna smáu, reynt að afhenda kolkrabbanum ríkisfyrirtæki, ráðizt að mannréttindum og náttúru Íslands, veitt embætti út í hött. Hann á skilið 20% fylgi í félagslega sinnaðri höfuðborg. …