Auðugasta fólkið stelur sífellt meira af þjóðarframleiðslunni með hækkun í hafi og skyldum ráðum. Hefur náð tökum á pólitíkinni og hefðbundnu fjölmiðlunum. Því fylgir aukin leyndarhyggja. Auðugasta fólkið vill fela sig fyrir skrílnum, sem lifir við hungurmörk fyrir fulla vinnu. Liður í leyndinni er að reyna að fela skattgreiðslur, einkum vinnukonuútsvarið. Frægastur var Björgólfur Thor, sem greiddi ár eftir ár lítið eða ekkert útsvar. Nú boðar öfgafyllsta þingkona bófaflokkanna frumvarp um skert gegnsæi álagningaskrár. Þvert á móti þarf að magna gegnsæið og hafa skrárnar opnar á netinu allt árið. Eins og í Noregi.