Ýmis hagsmunasamtök gegn almenningi reka svonefndar fræðistofnanir til að villa um fyrir fólki. Mest eru þær kostaðar af stórfyrirtækjum og samtökum þeirra. Yfirleitt eru þær yzt á róttæka hægri kantinum. Svo sem illræmdar Heritage Foundation og Cato Institute í Bandaríkjunum. Hraðlygnir fræðimenn ráða sig þar og fá um leið fríar ferðir um allan heim til að boða fögnuð frjálshyggju og eftirlitsleysis með fjármálabófum. Stríður straumur slíka er hingað til lands. Sænska deildin í þessu mynztri heitir Ratio Institute. Þaðan kom um helgina Nils Karlsson til að stoppa í lekafley bófahyggjunnar.