Reynir að tefja

Punktar

Stefna ríkisstjórnarinnar í vanda flóttafólks felst í hræsni og yfirdrepsskap. Hún veit ekki sitt rjúkandi ráð og reynir að tefja málið sem mest. Á sama tíma eykst spennan í samfélaginu. Flestir hafa samúð með flóttafólki og vilja greiða götu þess. En margir eru hræddir og óttast svipaðar afleiðingar og í nálægum löndum. Þar aðlagast ekki sumt flóttafólk. Dreift er meira eða minna fölsuðum hryllingsfréttum af illsku múslima. Öfgafólkinu fjölgar og það lætur sér ekki segjast við ábendingar um lygi fréttanna. Bezt er að byrja strax að taka við flóttafólki og byggja strax upp fræðslu nýbúa um, hvað teljist hér vera öfgar.