Reynir hallarbyltingu

Punktar

Munur stjórnarbyltingar og hallarbyltingar er, að það síðara er bylting, sem fer fram innan hallarveggja valdakerfisins. Hér á landi felur Höllin í sér fjórflokkinn og pólitíkusana, sem hafa skipzt á völdum frá ómunatíð. Mestur þeirra er Ólafur Ragnar Grímsson, er setið hefur sextán ár sem forseti eftir óralangan flokkapólitískan feril. Tilraun hans til stjórnarbyltingar má því kalla tilraun til hallarbyltingar. Hann teygir og togar stjórnarskrána til að gera sig að forvirku löggjafarvaldi. Samanber hótun hans um að stöðva frumvarp um kvótann. Reynir að breyta þingbundinni stjórn í alræði forseta.