Tilraun heimastjórnar Palestínu til að stofna sjálfstætt ríki mætir stífri andstöðu Bandaríkjanna, sem eindregið styðja Ísrael. Bandaríkin hóta að beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og leggja niður aðstoð við Palestínu. Arabaríkin hafa látið mun minna af hendi rakna en reiknað var með. Kannski breytist það við aukna andstöðu Egyptalands og Tyrklands við Ísrael. Sem fyrr eru evrópskir peningar hornsteinn stjórnkerfis Palestínu. Mikilvægt er, að Ísland haldi innan Evrópu áfram að styðja aðgerðir í þágu Palestínu. Hún hefur of lengi mátt þola afar grimmdarlegt hernám Ísraels.