Seðlabankinn reynir að draga saman upplýsingar um gjaldeyrisbrask manna. Fær uppýsingar frá bönkum um ferðalag peninga. Persónuvernd reynir að bregða fæti fyrir rannsókn bankans. Segir fjallað um viðkvæmar persónuupplýsingar. Gott dæmi um skaðsemi Persónuverndar. Ekki er auðvelt að fá botn í glæpi tengda hruninu, þegar ríkisstofnun heftir öflun brýnna upplýsinga. Brýnt er að stjórnarskráin taki fram, að fjármál séu ekki persónulegar upplýsingar. Leyndin yfir flutningum fjármagns var ein af helztu orsökum hrunsins. Slíkir sérhagsmunir voru ástæðan fyrir stofnun Persónuverndar.