Riðið kringum kastalann

Hestar

Góður hestur hleypur 7000 kílómetra frá Ulan Bator til Vínarborgar á þremur mánuðum. Það er hestur Gengis Kan og íslenzki hesturinn. Slíkir hestar hlupu hringi kringum evrópsku aðalshestana, sem nú eru stældir á landsmótum hestamanna. Íslenzki hesturinn er í erfðum skyldastur löngum langhlaupurum mongóla, sem fóru létt á mjúku lulli og valhoppi nánast dag og nótt. Slíkir hestar fluttu forfeður okkar yfir jökulár og heiðar til alþingis eða til víga í öðrum héruðum. Við ræktum því miður hestinn frá mjúkum þolhesti í stutta brokkara, sem riðið er kringum kastalann að hætti þýzka aðalsmanna.