Riðlað flokkakerfi

Punktar

Flokkapólitíkin er að riðlast vegna nýrra hreyfinga, sem raðast illa inn á ás milli vinstri og hægri. Stjórnarflokkarnir hafa rúmlega þriðjungs fylgi út á víðtæka fávísi kjósenda. Annar flokkurinn er undir stjórn aflendinga, sem gæta hagsmuna 1% þjóðarinnar. Hinn er orðinn að sértrúarsöfnuði, sem hoppar kringum geðbilaðan mannkynsfrelsara. Enginn áhugi er hjá öðrum á samstarfi við þessar gömlu furðustrandir íslenzkra stjórnmála. Gamla vinstrið er í tveimur flokkum, sem hafa samtals fjórðungs fylgi, aðallega hjá þeim grænu. Þriðjungur kjósenda hallast að nýjum flokkum, einkum pírötum, sem munu ráða næsta stjórnarmynztri.