Góð stefna í skipulagi miðbæjarins þarf aðeins tvö boðorð. Í fyrsta lagi þarf að rífa Morgunblaðshöllina við Ingólfstorg og húsið milli Apóteksins og Hótels Borgar við Pósthússtræti. Í öðru lagi þarf að rífa öll hús, sem eru yngri en þessi tvö. Það eru allt saman hús í dauðum arkitektúr síðustu þrjátíu ára. Einfaldast er að strika yfir hann. Í stað húsanna, sem rifin verða, komi hús, sem brúi vel svipmót gömlu húsanna, sem eftir standa. Í arkitektúr gildir einföld formúla: Því yngra, því verra. Auk þess legg ég til að strax verði reknir allir stjórar og stjórnarmenn borgarskipulagsins.