Rifrildi háskólakennara

Punktar

Væri ég fjárgæzlumaður á borð við Birgi Þór Runólfsson, mundi ég láta lítið fyrir mér fara í nokkur ár. Vont er að þurfa að láta bankana afskrifa hálfan milljarð hjá fyrirtæki sínu. Einkum er spurning, hvort rétt sé að gefa okkur og Seðlabankanum kredduföst ráð í hagfræði meðan afskriftirnar eru í fersku minni. Nærri daglega birtast strangtrúuð frjálshyggja Birgis Þórs á Eyjunni. Þar er allt dregið upp svart og hvítt, enginn veruleiki kemst þar að. Þar fyrir utan er athyglisvert, að kennarar við Háskóla Íslands eru framarlega í röð æstustu þrasara á veraldarvefnum. Er það þetta, sem kallast súpergaggó?