Ríka fólkið í strætó

Ferðir

Hér í Gent í Belgíu eru flestar götur miðborgarinnar bara fyrir sporvagna og gangandi fólk. Kaupmenn vilja hafa þetta svona, vilja heldur fólk en bíla. Kaupmenn Laugavegar eru á öðru máli, berjast gegn breytingu í göngugötu. Viðhorf fólks eru afar ólík. Hér í miðborg Gent býr mikið af ríku og vel klæddu fólki. Það á samt ekki bíl og fer sinna ferða í sporvagni. Hér hefur ekki orðið nein græðgisvæðing. Fólk grýtir ekki fé í óþarfa. Flatskjáir eru örugglega færri en í Reykjavík. En vel stæðir borgarar klæða sig upp til að fara út að borða. Þótt veitingaverð sé nokkru hærra í Gent en í Reykjavík.