Bubbi Mortens heldur, að ríkisstjórnin eigi Hrafnistu. Skammar hana fyrir okrið á 74 ára ellilaunakonu með 425 þúsund króna mánaðatekjur. Láti hana borga 240 þúsund krónur í dvalarkostnað á mánuði. En þar eru einkaaðilar að verki, dæmigerðir vinir hans. Spyr líka, hvers vegna fólk eigi að borga í lífeyrissjóð. Konan fær þó 425 þúsund krónur þaðan á mánuði. Á því lifir hún. Margar eru vitlausar skoðanirnar, sem birtast í fjölmiðlum. En Bubbi er ævinlega þar einhvers staðar lengst úti á túni. Er samt skárri þegar hann skammar ríkisstjórnina fyrir Hrafnistu en þegar hann lofar útrásarbófana.