Ríkið er borg Davíðs

Punktar

Stjórnkerfi Davíðs Oddssonar kvelur okkur mörgum árum eftir hrun. Fjölmennar eftirlitsstofnanir ríkisins sinna markvisst nánast engu eftirliti. Um það eru ótal dæmi frá síðustu mánuðum. Skorturinn á eftirliti felldi bankana 2008 og er enn ráðandi stefna opinberra eftirlitsstofnana. Matvælastofnun og Umhverfisstofnun eru skýr dæmi. Hrunið kom ekki úr heiðskíru lofti, heldur var það heimaræktað á löngu árabili. Aðgerðalítið góðmenni tók við taumunum af Davíð. Geir var fyllilega vanhæfur til að fást við vandamál, lokaði bara augunum fyrir þeim. Eftirmennirnir hafa tæpast reynt að hreinsa flórinn.