Þunn eru svör Viðskiptaráðs við gagnrýni á órökstuddar fullyrðingar þess um of dýran rekstur íslenzka ríkisins á hvern íbúa. Svörin veita engar upplýsingar um samanburð á Íslandi og útlöndum. Ekki orð um slíkt. Gagnrýnin sýndi þvert á móti, að ríkisrekstur er ódýrari hér á hvern íbúa en í flestum löndum Vestur-Evrópu. Sú fullyrðing gagnrýnenda og meðfylgjandi heimildir standa því óbreytt sem góð og gild staðreynd. Ríkisrekstur er ódýr hér á landi. Málinu er lokið. Viðskiptaráð tapaði. Aðild ráðsins að umræðunni sýnir oftast eymd ráðsins sem ónothæfs álitsgjafa um hagfræði. Svar þess byrjar og endar með persónuskætingi.