Vanhæfa ríkisstjórnin jós peningum í nýju bankana í vetur. Hún sagðist mundu ná þeim til baka, þegar þeir yrðu einkavæddir að nýju. Nú er hins vegar að koma í ljós, að nýju bankarnir eru verðlausir. Þeir eiga of mikið af meintum eignum, sem eru verðlausar. Raunar ramba þeir á barmi gjaldþrots, því að stóru viðskiptavinirnir reyndust bara vera sápukúlur. Ríkið fær því ekkert af peningunum til baka, þegar bankarnir verða einkavæddir. Tjónið lendir á skattgreiðendum, börnum okkar og barnabörnum. Tjónið af óstjórn Seðlabankans í haust lendir á sömu aðilum. Hvort málið um sig er verra en IceSave.