Ríkið í tuskubúðunum

Punktar

Íslenzka ríkið fer tæpast að reka tuskubúðir í Bretlandi. Gegnum bankana, sem vilja breyta útrásarskuldum í hlutafé. Mér finnst ólíklegt, að þetta sé leiðin til að gæta hagsmuna skattgreiðenda. Erfitt er að sjá fyrir sér skriffinna sem deildarstjóra í tuskubúðum. Á slíkum vinnustöðum skipta natni og tízkumat öllu máli, eitthvað sem skriffinnar kunna ekki. Finnst líklegt, að skuldakóngum sé áfram ætlað að stjórna tuskubúðunum og vænta síðari gróða. Það finnst mér rangt. Þeir eru búnir að tapa sínu spili. Bankar eiga ekki að kasta góðum peningum eftir vondum í samkrulli við skuldakóngana.