Ég hef enga trú á, að dómstólar láti ríkið taka ábyrgð á einkabönkum. Það er hlutverk tryggingafélaga að greiða forsjálum fyrir svonefndan forsendubrest. Ríkið getur í óendanlegri heimsku sinni ákveðið að axla bankaábyrgð, en hún er ekki sjálfgefin. Ást ríkisvaldsins á bönkunum er forsenda flestra okkar vandamála. Mesta hættan af Gylfa Magnússyni er, að hann vill hlaupa undir bagga með vinum sínum í bönkunum. Það má aldrei gerast. Athugum, að eigendur bankanna keyptu þá ekki, heldur tóku upp í skuld. Ef forsendur hafa brostið, þá hætta þeir bara við kaupin og tapa þá öllu sínu. Forsendubrestur er bull.