Ríkið selji dópið

Punktar

Lögleg yfirvöld víða í Bandaríkjunum misstu völdin í hendur ítalskra bófaflokka á þriðja áratug síðustu aldar vegna banns við sölu á áfengi, sem stóð í þrettán ár. Það var ekki fyrr en mörgum áratugum síðar, að yfirvöldum tókst að ná völdum af mafíunni, sem hafði blómstrað í skjóli bannsins. … Sama sagan er aftur uppi á teningnum á vesturlöndum. Þá var það áfengið, en nú eru það fíkniefnin. Bann við sölu þeirra hefur rutt bófaflokkum til rúms. Þeir keppa við lögleg yfirvöld um sálir unga fólksins og hafa náð þeim árangri, að menn þora ekki fyrir sitt litla líf að segja til þeirra. …